Búðu barninu öruggan svefn

Hvers vegna er ekki plastprentun á barnafötunum?

Á undanförnum árum hefur Evrópusambandið hafið rannsóknir á notkun plastefna sem er oft að finna í barnavörum.  Efnið sem er til rannróknar er notað til að mýkja plastvörur og nefnist þalöt (phthalates).  Fram að þessu hefur Evrópusambandið bannað 6 gerðir af þalötum og fleiri eru til rannsóknar.  Þó enn sé of snemmt að fullyrða um áhrif á heilsu barna benda rannsóknir til þess að sumar tegundir af þalötum geti raskað eðlilegri hormónastarfsemi.  Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að þalöt geti haft áhrif á sýkursýki, astma og fleiri sjúkdóma.

Þar sem rannsóknir benda til þess að þalöt geti hugsanlega haft neikvæð áhrif á heilsu barna mun Lín Design ekki framleiða barnaföt þar sem þalöt eru notuð.

Það er auðvelt að komast hjá því að nota þalöt í barnafatnaði.  Með því að sauma í barnafötin tryggjum við að plastmýkingarefni eru ekki notuð í fötin.

Hægt er að lesa frekar um þalöd hér,  og með því að slá phthalates sem leitarorð í Google leitarvélinni.

 

http://www.besthealthmag.ca/look-great/beauty/the-truth-about-phthalates

http://www.babycenter.com/0_phthalates-what-you-need-to-know_3647067.bc

http://www.bcerc.org/COTCpubs/BCERC.FactSheet_Phthalates.pdf

Tröllakrútt langermabolur
Lára leggings
Ljónsi bolur