Hugmyndafræði

Frá upphafi hefur markmið Lín Design verið að hanna og framleiða gæðavöru sem innblásnar eru úr íslenskri náttúru og menningu. Allt efni sem fer í vörurnar er sérvalið, þar sem stefnt er að því að framleiða vörur sem gleðja & veita vellíðan. 

Til að hámarka gæðin eru bómullarvörurnar framleiddar úr Pima bómull sem er einstaklega mjúk og vönduð. Þessi gerð bómullar mýkist meira en flestar aðrar gerðir bómullar. Til þess að ná hámarksmýkt er gagnlegt að kynna sér eftirfarandi þvottaleiðbeiningar.

Markmið okkar er að skapa hlýlegt og þægilegt umhverfi. Með þetta að leiðarljósi höfum við skapað fallegt umhverfi í verslun okkar þar sem hægt er að skoða vörulínuna. 

Hvönn
Hvönn grár