Gæði bómullar

Lín Design hannar og framleiðir vandaðan rúmfatnað þar sem hugað er að gæðum.  Allur sængurfatnaður frá Lín Design er íslensk hönnun.  Bómullin er sérvalin hjá framleiðendum þar sem gæðin skipta miklu máli.

Í sængurfatnaðinum er að finna Pima bómull sem er ein vandaðasta gerð bómullar á markaðnum.  Trefjar Pima bómullar er lengri en almennt gerist hjá öðrum tegundum bómullar og er því mjúk, sterk og endingargóð. Fjöldi þráða í efninu hjá Lín Design er á milli 350-600 þræðir.

Sængurfatnaður þar sem fjöldi þráða er á bilinu 150-200 telst vera í meðalgæðum og nær því ekki hámarksmýkt.  Þegar fjöldi þráða fer yfir 400 er ólíklegt að gæðin verði meiri þó svo að verð hækki mikið.  Eftir því sem fjöldi þráða í efninu er meiri verða þræðirnir þynnri.  Útkoman er því þynnra sængurver en á sama tíma mýkra og endingarbetra.

Til að viðhalda gæðum bómullarinnar mælum við með þvotti við 40 gráður.  Algengt er að mesta mýktin fáist eftir 4-5 þvotta á vægum hita.