Íslensk hönnun

Innblástur af hönnun Lín Design er íslensk náttúra, menning og tískustraumar hverju sinni. Markmið okkar er að hanna og framleiða umhverfisvæna gæðavöru á góðu verði. 

Við sérveljum allt lín þar sem fjöldi þráða í efninu er hámarkaður.  Útkoman er silkimjúkt efni þar sem gæði og mýkt fara saman. Við hjá Lín Design hugum að umhverfinu og því höfum við hannað sérsaumaða innkaupapoka sem unnir eru úr 100% bómull.

Lín Design hefur unnið með hönnuðum sínum og framleiðendum að draga úr plastumbúðum og öðrum óumhverfisvænum umbúðum. Stór hluti af vörum Lín Design kemur nú pakkaður í efnisumbúðir sem unnar eru úr bómull. Þannig eru öll sængurver, hvort sem er fyrir fullorðna eða börnin, pökkuð í endurnýtanlegar bómullarumbúðir úr sama efni og sængurverin eru framleidd úr, fullorðins sængurverasettin eru pökkuð í skrautpúða og barnasænguverin í dúkkurúmföt svo dúkkan fær eins rúmföt og barnið þannig látum við náttúruna njóta og hendum engum umbúðum.

Vörurnar frá Lín Design skapa hlýlegt og notalegt umhverfi og bjóða upp á mikla fjölbreytni. Hönnunin er nútímaleg en jafnframt sígild. 

Við trúum því að vandaðir hlutir gleðji og veiti vellíðan.

Lukkutröll náttbuxur