Rúmföt fyrir hótel

Rúmfötin sem erlendir ferðamenn taka með heim.

Tölfræðin segir okkur að 80% allra ferðamanna sem koma til landsins koma vegna íslenskrar náttúru. Kortavelta þessara ferðamanna, sem er áætluð 315 milljarðar árið 2023, sýnir að þeir sækjast eftir að taka með sér heim vörur sem halda áfram að minna á náttúru Íslands.

Með því að nota rúmföt sem hafa beina tengingu við íslenska náttúru er hægt að ýta enn frekar undir jákvæða upplifun og vellíðan ferðamanna. Aukin vellíðan, góð þjónusta og óvænt upplifun eru þau atriði sem verða til þess að gestir gefa hótelum jákvæða einkunn.

Hágæðarúmfötin frá Lín Design eru ofin til að auka vellíðan. Íslensku mynstrin í rúmfötunum auka enn á áhrif og upplifun ferðmanna. Í lok dags, þegar hótelgestir hafa notið náttúrunnar, mun upplifunin halda áfram inn í herbergi með íslenskum rúmfötum.

Rúmfötin eru ofin úr sérvalinni Pima bómull sem er einstaklega mjúk og endingargóð. Til að hámarka gæðin fyrir hótel, þá er þráðafjöldin í rúmfötunum 380 – 600 þræðir sem þýðir að rúmfötin mýkjast einstaklega vel.

Í samstarfi við Rauða krossinn tökum við á móti notuðu líni og komum áfram til Rauða krossins. Með þessu erum við að tryggja lengri nýtingu á líni og erum á sama tíma að koma nauðstöddum til aðstoðar. Erlendir ferðamenn sýna þessu samstarfi mikinn áhuga enda er þeir margir mjög meðvitaðir um umhverfisvernd og samfélagslega ábyrgð.

Til að fá frekari upplýsingar um hótelvörur Lín Design, vinsamlega sendu okkur póst á sala@lindesign.is eða hringdu í okkur í síma 533 2220.