Eftirfarandi skilmálar gilda í verslun & vefverslun Lín Design.
Hjá Lín Design getur þú skipt vöru sem keypt er í verslun okkar eða í vefverslun. Til að hægt sé að skipta vöru þurfa upprunalegar umbúðir að vera til staðar og strikamerki að vera á vöru. Varan verður að vera óþvegin.
Við óskum eftir kvittunum þegar vöru er skipt. Ef varan er ekki til í verslun, er uppseld eða ekki lengur í vöruframboði er vara tekin inn á því verði sem hún er seld úr verslun. Ef sambærileg vara er til í versluninni þegar vöru er skilað gildir sú regla að taka vöruna inn á því verði. Ef vara reynist gölluð er viðskiptavinum boðin sama eða álíka vara í stað þeirrar gölluðu.
Í netverslun Lín Design er tekið við öllum debet og kreditkortum, síminn pay og netgírói. Greiðsla fer fram á vörðu svæði þar sem kortanúmerin eru dulkóðuð. Meðferð kortaupplýsinga og greiðslna fer í gegnum örugga þjónustu frá Skýrr. Vefverslun Lín Design notast við VeriSign greiðslukerfið á netinu. VeriSign öryggisstaðallinn er talin meðal þeirra öruggustu á netinu. Viðskiptavinir okkar geta því verið fullvissir um að þær upplýsingar sem skráðar eru í vefverslun eru algjörlega varðar utanaðkomandi aðilum. Pöntun er afgreidd úr vefverslun eins fljótt og hægt er, en aldrei seinna en 24 tímum eftir að pöntun hefur borist. Varan er síðan heimsend á höfuðborgarsvæðinu og send á næsta pósthús á landsbyggðina. Sendingarkostnaður er frá 750 kr, við sendum hvert á land sem er. Ef verslað er erlendis frá greiðir kaupandi sendingarkostnaðinn.
Skilafrestur er ótakmarkaður á meðan vara er enn til sölu í verslun. Vöru er skilað gegn framvísun kvittunar. Viðskiptavinur fær síðan inneign að sömu upphæð sem hægt er að nota í verslun Lín Design. Ef vara er gölluð borgar Lín Design sendingarkostnaðinnn þegar vöru er skilað. Þegar vara er endursend til að skipta eða skila greiðir sendandi flutning. Útsöluvörum er ekki hægt að skila eftir að útsölu lýkur en hægt er að skipta þeim á meðan útsölu stendur, í aðra útsöluvöru. Ekki er hægt að skipta né skila vörum sem keyptar eru á lagersölu. Inneignarnótur er ekki hægt að nota á útsölu, tilboðum eða lagersölu.
Sendingarmáti og sendingargjöld
Sótt í verslanir Lín Design
Smáratorg 0 kr.
Glerártorg 0 kr.
PÓSTURINN
Pakki pósthús – póstbox 1290 kr.
Pakki heimsending – 1690 kr.
Afhendingarstaðir póstbox
Heimsendingar eru keyrðar út á milli kl. 17 – 22: á virkum dögum og 10 – 14 á laugardögum.
DROPP
Afhendingarstaðir – höfuðborgarsvæðið 750 kr. Landsbyggðin 900 kr.
Dropp afhendingarstaðir eru á eftirfarandi svæðum
Höfuðborgarsvæðið: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Mosfellbær
Landsbyggðin: Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði, Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, og Hvolsvöllur
Heimsending – höfuðborgarsvæðið 1350 kr.
Heimsending – landsbyggðin 1450 kr
Dropp heimsending er á eftirfarandi svæðum
Höfuðborgarsvæðið: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Mosfellbær Landsbyggðin: Reykjanesbær, Sandgerði, Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrabakki, Hvolsvöllur og Hella
Heimsendingar eru keyrðar út á milli kl. 17:45-22:00. Viðtakandi fær skilaboð um áætlaðan afhendingartíma kl. 17:15.