Áttablaðarós koddaver
Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós. Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun. Áttablaðarósin er byggð á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
Bómullin í koddaverinu er ofin úr 380 þráða 100% umhverfisvænni Pima bómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu
Koddaverið kemur í stærð 50×70 í gráum lit með svörtum eða silfruðum útsaum.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).