Blær náttfatasett
Klassískt snið sem hentar fyrir öll kyn, treyjan er hneppt og buxurnar beinar með teygju í mittið. Frábært náttfatasett til að njóta í kósýfíling heima fyrir.
Muslin efnið er fínofið sem loftar vel og hentar fullkomlega í náttföt, opni vefnaðurinn og léttu þræðirnir gefa þessu góðu loftun. Muslin er náttúrlegt efni sem endist vel. Einstaklega mjúk náttfatasett úr muslin bómull.
Náttfatasettin fást í 2 stærðum S/M (S) og L/XL (L) og henta fyrir öll kynin (unisex). Þau koma í gráum og bláum lit.
Þvoist við 40 gráður (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar flíkin er orðin lúin þá er upplagt að koma með hana til okkar og fá aðra með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur flíkinni til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtist flíkin áfram og náttúran græðir.