Bómullarrúmföt með höráferð
Glæsileg bómullarrúmföt með höráferð.
Í svefnherberginu hefjast draumar okkar. Það er því mikilvægt að velja góðar dúnsængur og rúmföt sem búa okkur undir betri svefn.
Hör frá Lín Design er ofin úr sérvalinni 380 þráða 100% Pima bómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Þessi bómullarblanda, sem við höfum þróað á síðustu árum, er ofin til að mýkjast með tímanum. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem hún þarf til þess að ná hámarks mýkt. Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina. Með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni.
Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.
Hör rúmfötin eru fáanleg í barna- og fullorðinsstærðum og koma í bleiku, ljósbrúnu, hvítu, dökkgráu, og ljósgráu.