Braggablús
Rúmfötin eru ofin úr okkar allra bestu Pima bómullarblöndu. Rúmfötin eru einlit öðru megin en með bogadregnu prentmynstri á hinni hliðinni. Mynstrið er prentað í efnið sem mýkist mikið, mest eftir 3-4 þvotta. Mynstrið er innblásið af bröggum sem hafa verið sýnilegir í Íslenskri náttúru í yfir 70 ár. Þrátt fyrir mikla fækkun þeirra er þeir enn sýnilegir víða um land. Enn í dag má finna fallega bragga sem hafa sterk áhrif um umhverfið sitt.
Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 410 þráða 100% umhverfisvænni Pima bómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni.
Umbúðirnar eru eins og allar umbúðir Lín Design fyrir barnarúmfötin sem er lítið auka sængurvera sett fyrir dúkkuna eða bangsann.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.
Rúmfötin koma í stærðum 70X100, 100×140 og 140X200.