Burkni
Burkni er glæsilegt mynstur úr íslenskum burknategundum sem eru bróderaðaðar í rúmfötin. Þetta sængurverasett kemur í umbúðum sem nýtast sem dásamlega fallegur púði. Einnig koma bróderuð handklæði í sama mynstri.
Burkni frá Lín Design er ofin úr sérvalinni 380 þráða 100% Pima bómull sem er einstaklega mjúk og endingargóð. Hár þráðafjöldi þýðir meiri þéttleiki í vefnaðinum, meiri mýkt og meiri rakadrægni. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem hún þarf til þess að ná hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita, með mildu þvottaefni (án klórs) og ekki sé notað mýkingarefni.
Þvottaleiðbeiningar má nálgast hér
Rúmfötunum er pakkað í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu