ELDEY silki & tencel
ELDEY línan frá Lín Design er úr 65% mulberry silki og 35% tencel, lúxussængurfatnaður fyrir þá sem gera miklar kröfur og vilja mikla upplifun.
Silkið og tencelið eru náttúruleg efni, lúxsus blanda af mjúku, léttu efni sem gefur góða öndun og hefur kælandi áhrif, verndar bæði húð og hár. Efnin vinna gegn fitumyndun bæði í hári og húð. Hentar vel viðkvæmnri húð og vinnur gegn bólum og hrukkumyndun. Efnið dregur úr flóka í hári þar sem hárið rennur mjúklega með okkur þegar við hreyfum okkur í svefni. Eldeyin stuðlar að góðum svefni og heilbrigðu hári og húð.
1 stk sængurver, koddaver og púðaver stærðir: 140X200, 50X70 og 40X40.
Eldeyin er fáanleg í hvítu, antikbleiku og silfurgráu í rúmfötum og stökum koddaverum.
Þvoist á 30 gráðum fyrir viðkvæman þvott eða á silkiprógrammi og setjið ekki í þurrkara. Mælum með að nota milt þvottaefni eða þvottaefni fyrir silki einnig má nota milt shampoo
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.