Hlýrakjóll
Einstaklega fallegur hnésíður hlýra kjóll. Kjóllinn sem er ekki mikið fleginn er með samlitri blúndu sem gerir hann afar kvenlegan. Kjólana má nota við hin ýmsu tækifæri. Hægt er að fá buxur og kimono í sömu línu.
Hjöddu kjóllinn er úr úr 94 % umhverfisvænu modal og 6 % teygju. Modal efnið er einstaklega mjúkt og er kjóllinn hannaður til þæginda og fegurðar fyrir konur. Kjóllinn fellur fallega að líkamanum, áferðin er silkimjúk og efnið létt og heldur vel lögun og lit.
Kjóllinn kemur í gráu, bleiku og svörtu í stærðum S, M, L, og XL.
Modal efni er náttúrulegt efni eitt að mýkstu efnum, umhverfisvænt unnið úr trjákvoðu birkitrjáa. Modal gefur góða öndun er hitatemrandi og dregur ekki í sig lykt eða svita.
Þvoist á 30 gráðum (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar flíkin er orðin lúin þá er upplagt að koma með hana til okkar og fá aðra með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur flíkinni til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtist flíkin áfram og náttúran græðir.