Hvönnin frá Lín Design er saumuð í sængurverið og er einstaklega tignarleg & glæsileg.
Blómið er bróderað hægra megin í sængurverið og líkir eftir síðsumarshvönn sem er orðin ljósbrún að lit.
Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 380 þráða umhverfisvænni Pima bómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt og góða endingu. Rúmfötin eru framleidd hér á Íslandi. Stærð 70X100 og 35X50.
Hvönn var um aldir hluti af fæðu íslendinga og víða voru hvannagarðar í kringum bæi á öldum áður. Hvönnin var mikilvæg útflutningsvara fyrr á tímum og var notuð sem gjaldmiðill. Í Grágás, elsta lagariti Íslendinga, er kveðið á um viðurlög við stuldi á hvönn.
Í upphafi sumars er hvönnin ljósgræn en breytir um lit þegar líður að hausti. Þá dekkist hvönnin og verður brún að lit. Hvönnin frá Lín Design er síðsumar hvönn og því ljósbrún að lit.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.