Hvönn koddaver
Hvönn var um aldir hluti af fæðu Íslendinga og víða voru hvannagarðar í kringum bæi á öldum áður. Hvönnin var mikilvæg útflutningsvara fyrr á tímum og var notuð sem gjaldmiðill. Í Grágás, elsta lagariti Íslendinga, er kveðið á um viðurlög við stuldi á hvönn.
Í upphafi sumars er hvönnin ljósgræn en breytir um lit þegar líður að hausti. Þá dekkist hvönnin og verður brún að lit. Hvönnin frá Lín Design er síðsumar hvönn og því ljósbrún að lit.
Koddaverið er ofið úr 380 þráða 100% Pima bómull og kemur í fallegum umbúðum.
Þvoist við 40 gráður (sjá þvottaleiðbeiningar).
Stærð: 50×70