Ína
Þægilegur hversdags kjóll með ermum og pífum. Flottur yfir leggings.
Kjólarnir eru úr 96% umhverfisvænni viscose og 4% teygju. Viscose er náttúrulegt efni unnið úr trjákvoðu.
Ínu kjólarnir koma í stærðum S, M, L og XL í bleiku, gráu og svörtu.
Þvoist við 30 gráður (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar flíkin er orðin lúin þá er upplagt að koma með hana til okkar og fá aðra með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur flíkinni til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtist flíkin áfram og náttúran græðir.