Flottur sloppur í kimono stíl.
Sloppurinn er afar þægilegur og auðvelt að bregða yfir sig og binda saman með linda að framan. Sloppurinn er afar smart og auðvelt er að bregða honum yfir. Sloppinn má nota jafnt heima við sem annars staðar og er hann t.a.m. tilvalinn í sumarfríið Tilvalið er að auka notagildi sloppsins og kaupa bol, buxur eða kjól í stíl sem tengjast línunni. (sjá fatalínu).
Slopparnir koma í 96% umhverfisvænni viscose og 4% teygju. Slopparnir koma í stærðum XS-XL
Þvoist við 30° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Viscose er náttúrulegt efni unnið úr trékvoðu.
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar flíkin er orðin lúin þá er upplagt að koma með hana til okkar og fá aðra með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur flíkinni til þeirra sem geta nýtt hana aftur.
Með þessu nýtist flíkin áfram og náttúran græðir.