,,Krummi svaf í klettagjá,, teppi
Hrafninn, eða Krummi er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Krummi er umdeildur fugl en hann er dáður fyrir útlit og háttsemi.
Margar þjóðsögur og frásagnir eru til af krumma. Einnig þekkjum við margar vísur þar sem krumminn kemur við sögu. Í huga margra er Hrafninn ókrýndur þjóðfugl Íslendinga.
Tvöfalt teppi sem er yndislega mjúkt viðkomu og gott að pakka litla krílinu í.
Krumma teppin eru úr 96% umhverfisvænni bómull og 4% teygju sem heldur sér eins þvott eftir þvott (sjá þvottaleiðbeiningar).
Teppin passa vel með nýju Krumma ungbarnalínununni. Hægt er að nota teppin á 2 vegu einlitt með textanum ,, krummi svaf í klettagjá,, og krumma mynstur hinum megin.
Fatnaður á að vera þægilegur og endingargóður. Þess vegna sérvöldum við bómullina í Krumma línuna og er hún úr 100% umhverfisvænni bómull sem mýkist vel. Til að hámarka mýktina er bómullarþéttleikinn mikill. Markmið okkar er að hanna notalegar flíkur sem gleðja og veita vellíðan.
Krummalínan er fyrir krakka á aldrinum 2 mán – 8 ára.
Þvoist við 40 gráður (sjá þvottaleiðbeiningar).
Stærð: 85X80