Laufkrans dúkur
Sérstaklega fallegur og hlýlegur dúkur úr bómullarefni með höráferð. Laufkrans munstrið er fyrst prentað á dúkinn og svo bróderað yfir í hlýjum grábláum tón, en þetta er ný aðferð sem gefur mjög flott útlit. Ekki er ætlast til að dúkurinn sé stífstraujaður, heldur er efnið sérstaklega gert til að náttúruleg höráferð njóti sín. Meðfram kanti dúkanna er falleg brydding úr þunnu netefni sem setur einstaklega fallegan svip.
Dúkurinn kemur í nokkrum stærðum og fást fallegir púðar, löber og diskamottur í stíl.
Þvoist við 40°- 60°C (sjá þvottaleiðbeiningar).