Ljónsi rúmföt
Glæsileg rúmföt úr Láru og Ljónsa línunni. Láru og Ljónsa línan er úr bókunum um hina lífsglöðu Láru og bangsann hennar Ljónsa sem fylgir henni í hvert fótmál, höfundur bókanna er Birgitta Haukdal. Einnig er fáanleg fatalína úr Láru og Ljónsalínunni á krakka á aldrinum 2-8 ára.
Rúmfötin eru tvískipt, á framhlið rúmfatanna er ein mynd af bangsanum Ljónsa en á bakhlið eru rúmfötin með litlum myndum af Ljónsa.
Rúmfötunum er pakkað í lítinn bakpoka sem hægt er að nýta áfram sem náttfata eða sundpoka. Rúmfötin eru fáanleg í 3 stærðum 140X200 og 100X140.Lín Design vörurnar eru OEKO-TEX ® STANDARD 100 vottaðar.
Rúmfötin eru úr 540 þráða Pima bómull með satínáferð og því mjúk viðkomu og alltaf eins eftir þvott. Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.