Móheiður bolur
Þægilegir bolir sem má nota úti sem inni með mynstri úr Sjónbók Jóns Einarssonar.
Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós. Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun. Áttablaðarósin er byggt á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
Fatnaður á að vera þægilegur og endingargóður. Þess vegna sérvöldum við bómullina í bolina.
Bolirnir koma í stærðum S-XL bolirnir og eru fáanlegar í svörtu og bleiku.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).