Náttsloppur með blúndu
Stór glæsilegur ökklasíður náttsloppur með blúndu bryddingum í hálsmálið sem ná niður eftir öllum sloppnum og eru samlitar sloppnum. Sloppurinn er afar hlýr og þægilegur með linda sem bundin er saman að framan.
Tilvalið er að auka notagildi sloppsins með því að kaupa náttkjól eða náttföt í stíl.
Slopparnir eru saumaðir úr 100% vistvænni bómull.
Þeir koma í þremur litum, bleikum, gráum og svörtum lit. Í stærðum S-XL
Þvoist á 40 gráðum (sjá þvottaleiðbeiningar).