Rykktu rúmfötin er hönnuð fyrir þá sem vilja rúmföt sem hafa sérstöðu og eru umfram allt falleg. Efnið í rúmfötunum er rykkt í mörgum röðum þvert yfir verið og mynda því skemmtilegan pífueffekt. Koddaverið er einnig rykkt en því er lokað á hliðunum með slaufum. Rúmfötin eru pökkuð í fjölnota umhverfisvænar umbúðir rykkt púðaver í stærð 45X50, eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja.Sængurver, koddaver og púðaver
Rúmfötin eru ofinn úr sérvalinni 380 þráða 100% Pima bómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem hún þarf til þess að ná hámarks mýkt. Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina. Með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni.
Lín Design leggur mikið upp úr umhverfisvernd og notast því eingöngu við liti sem eru án þungamálma og eiturefna í framleiðslu sína. Bómullin sjálf er auk þess unnin án allra klórefna.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur.
Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.
Rúmfötin koma í brúnu hvítu og gráu í nokkrum stærðum