Íslenskt dýralíf er einstakt og Selurinn frá Lín Design sameineinar einstaka hönnun og bróderingu saumaða í hágæða langþráða bómull
Selur rúmföt, einstaklega falleg rúmföt með svartri og hvítri bróderingu.
Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 380 þráða 100% Pima bómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina. Með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni.
Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).