Umhverfisstefna

 Umhverfisstefna Lín Design

Hjá Lín Design leggjum við mikla áherslu á að hanna og framleiða vörur sem eru vistvænar og umhverfisvænar. Við vinnum markvisst að því að draga úr notkun óumhverfisvænna umbúða svo sem plasts og einnota pappírs.

Flestar vörur Lín Design eru pakkaðar í endurnýtanlegar bómullarumbúðir sem auka líftíma umbúðanna og minnka sóun. Rúmfötum er pakkað í falleg skrautpúðaver og barnarúmfötin koma í sérhönnuðum dúkkurúmfötum sem nýtast áfram fyrir leikföng barnsins. Dúkar og aðrar vörur eru bundnar saman með fallegri slaufu í stað hefðbundinna umbúða svo vörurnar haldi fallegum og vönduðum frágangi án umhverfisáhrifa.

Til að minnka plastnotkun framleiðum við eigin fjölnota poka sem er umhverfisvænn kostur. Einnig hvetjum við viðskiptavini okkar til að velja margnota gjafapoka, sem gerir hverja gjöf sérstaka og dregur úr einnota neyslu.

Umhverfisvæn efni

Vörur Lín Design eru unnar úr vönduðu, sérvöldu efni sem er ræktað og unnið án eiturefna. Litarefnin sem notuð eru í rúmfatnað eru laus við þungmálma, formaldehýð og önnur skæð efni, og tryggja þannig öruggt umhverfi fyrir bæði fólk og náttúru.

Umhverfisstefna fyrir starfsfólk

Við hjá Lín Design leggjum mikla áherslu á umhverfisvæn vinnubrögð og nýtum auðlindir eins vel og kostur er. Allir starfsmenn vinna að því sameiginlega að draga úr umhverfisáhrifum, lágmarka sóun, endurvinna og endurnýta efni og leita stöðugt lausna sem styðja við umhverfisvernd.

 

Megi draumar þínir rætast
Klukkur 540 þráða satínofin Pima bómull rúmföt með airspray mynstri – Oeko-Tex vottað