Búðu barninu öruggan svefn
Eitt af því mikilvægasta sem við gerum hjá Lín Design er að hanna vörur fyrir yngstu kynslóðina. Við tökum þetta hlutverk mjög alvarlega og leggjum ríka áherslu að hanna og framleiða vandaðar & öruggar vörur. Til að tryggja barninu þínu góðan & öruggan svefn er heppilegt að umhverfi barnsins sé eins tryggt og hægt er.
Sængurfatnaður
Börn eru mun viðkvæmari en fullorðna fólkið fyrir vörum sem eru framleiddar úr sterkum efnum (formalín, þungmálum og öðrum eiturefnum). Veldu bómullarvörur sem litaðar eru með húðvingjarnlegum litarefnum. Sængurfatnaður þarf að passa vel utan um sængina og vera ofin úr 100% bómull.
Sængur & koddar
Mikilvægt er að barnið noti sæng við hæfi. Of stór sæng getur valdið köfnunarhættu. Góð dúnsæng er létt, veitir hlýju og er hólfuð. Ef sængin er ekki hólfuð er hætt við að barnið geti fært til dúninn í sænginni þegar það hefur þroska til að hreyfa hendur og fætur. Mikilvægt er að dúnninn í sænginni sé vel hreinsaður. Rannsóknir sýna að óhreinindin í dúninum valda ofnæmi en ekki dúnninn sjálfur. Börn yngri en 1 árs þurfa í flestum tilfellum ekki að nota kodda. Fætur barnsins ættu að vera við fótagafl rúmsins, þá eru minni líkur á að barnið fari undir sængina.
Rúm & dýna
Veldu vandað ungbarnarúm fyrir barnið þitt. Þegar barnið hefur náð meiri þroska er heppilegt að lækka dýnuna svo barnið geti ekki lyft sér yfir rimlana. Gott er að nota rimlahlífar svo litlar hendur eða fætur komist ekki í gegnum rimlana. Veldu nýja dýnu. Rannsóknir sýna að gamlar dýnur geta innihaldið mikið magn af óhreinindum (ryki, rykmaurum). Dýnan í rúminu á að vera í sömu stærð og rúmið (dýnan á að passa nákvæmlega!). Þegar barnið fer að sofa er gott að fjarlægja púða og annað skraut sem kann að vera í rúminu. Lakið ætti að vera ofið úr 100% bómull sem mýkir og veitir hlýju. Forðist of mikinn hita í herbergi þar sem barnið sefur. Heppilegt hitastig er á bilinu 17-21c.