GÆÐI BÓMULLAR

Bómullarvörurnar okkar eru framleiddar úr Pima bómull sem er talin meðal betri bómullartegunda á markaðnum.  Pima bómull (Gossypium Barbadense) er ræktuð í þurrum og næringarríkum jarðvegi. Bómullarstönglar Pima bómullar eru almennt lengri en meðal annarra bómullartegunda og verður því mýkri og endingarmeiri en flestar aðrar gerðir bómullar.  Önnur ástæða fyrir þessari miklu mýkt er að plantan býr til vax sem umlykur bómullarstöngulinn þegar lítill raki er til staðar.

Pima bómull er ræktuð á nokkrum stöðum í heiminum; Perú, Norður Ameríku, Egyptalandi og S-Asíu.  Þessi mjúka bómullartegund náði fyrst útbreiðslu þegar franskur ferðamaður í Perú, að nafni Jumel, tók með sér nokkur fræ af Barbedense bómullartrénu til Egyptalands þar sem hann plantaði fræjunum.  Í kringum aldamótin 1900 hófst nútímavæðing bómullartegundarinnar þegar fræjunum var sáð í Arizona í Bandaríkjunum.  Á þeim tíma bjuggu indíánar á þessu svæði; Yuma og Pima ættbálkar.  Úr varð að bómullartegundin var nefnd eftir Pima indíánum.

Pima bómull er mun rakadrægari en aðrar gerðir bómullar og verður því mun mýkri.  Gera má ráð fyrir að sængurfatnaður sem er framleiddur úr 350 þráða Pima bómull mýkist mest eftir 4-5 þvotta