Góður nætursvefn

Nokkur ráð sem geta hjálpað til við að bæta svefn

  • Veljið sængurfatnað sem er framleiddur úr 100% gæðabómull. Straufrír sængurfatnaður inniheldur stundum formalín sem getur valdið ofnæmi & astma.  Spyrjið um fjölda þráða í sængurfatnaðinum.  Til að hámarka gæði ætti rúmfatnaðurinn að vera framleiddur úr 250-400 þráða bómull.  Allur sængurfatnaður sem framleiddur er úr gerviefnum andar hvorki né mýkist.

  • Mikilvægt er að velja  vandaðar sængur og kodda.  Bestu sængurnar eru framleiddar úr 100% náttúrulegum efnum;  dúni og bómull.  Dúnninn er mjúka efnið sem heldur á okkur hita.  Veldu sængur sem eru án fiðurs.  Ytra byrði sængurinnar á að vera úr a.mk. 200 þráða bómull.  Dúnn og bómull eru náttúruleg efni sem anda.

  • Veldu vandaða dýnu sem gefur góðan stuðning.  Dýnan ætti að geta „andað“ þar sem raki getur komist í gegnum dýnuna að neðan.  Rúmbotninn þarf því að vera úr efnum sem leyfir dýnunni að anda.  Spónaplötur og plastefni í botni hleypir ekki raka í gegnum dýnuna.

  • Farðu að sofa á sama tíma á hverju kvöldi.  

  • Farðu alltaf á fætur á sama tíma, þó svo að þú hafir farið seint að sofa.  Hitastigið í svefnherberginu þínu ætti að vera á bilinu 14 – 18°c.   Það er betra að hafa dimmt í svefnherberginu þínu, það auðveldar þér að sofa betur.

  • Dragðu úr neyslu á drykkjum er innihalda koffein og áfengi.  Neysla á koffeini fyrir svefnin getur valdið andvöku.  Áfengi hefur neikvæð áhrif á svefn.  Aðeins einn drykkur fyrir svefn getur haft neikvæð áhrif á gæði svefnsins.

  • Breyttu svefnherberginu samkvæmt Feng Shui.  Rúmið á að vera staðsett svo við sjáum dyrnar án þess að vera beint á móti hurðinni.  Höfuðið á að snúa frá hurðinni og forðast ber að sofa með höfuðið undir glugga þar sem það getur haft slæm áhrif á orkuna.

  • Ekki fara að sofa svangur; smábiti rétt fyrir svefn getur auðveldað svefn og gæði svefnsins.  Ekki er heldur ráðlagt að borða stóra og þunga máltíð.

  • Hreyfðu þig reglulega.  Æfingar draga úr spennu.  Ekki er mælt með að æfa rétt fyrir svefn þar sem það getur valdið andvöku.  Rannsóknir sýna að hreyfing getur dregið úr svefntruflunum.  Hversu upptekinn sem þú ert, gefðu þér tíma yfir daginn til að hreyfa þig.  Það bætir svefn.

  • Ef þú getur ekki sofnað, stattu upp og finndu þér annað að gera í stutta stund.  Tæmdu hugann eða hugsaðu til einhvers  sem þér þykir vænt um.   

  • Breytt hugarfar.  Ekki taka áhyggjur með þér í rúmið.  Njóttu þess að ljúka deginum.   Við sofum betur með því að skipta neikvæðum hugsunum út fyrir jákvæðari. 

  • Slakaðu á.  Slökun fyrir svefninn stuðlar að betri svefn.  Gott er að tileinka sér góða hugleiðslurútínu fyrir svefn til að róa huga og líkama.

  • Þeir sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin ættu að forðast að leggja sig á daginn.  Reyndu frekar að fara fyrr að sofa til að draga úr svefnvandræðum.

  • Ekki borða eða horfa á sjónvarp í rúminu.  Rúmið er sá staður þar sem þú lýkur þínum degi í ró og næði.

  • Heitt bað fyrir svefninn  getur haft slakandi áhrif.  Þú getur notað saltblöndur sem hafa róandi áhrif.