Val á rúmfatnaði

Við eyðum að meðaltali 1/3 af ævinni í rúminu. Til að hvílast vel er mikilvægt að velja vandaðan rúmfatnað. Það eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar velja skal nýjan rumfatnað. Mikilvægt er að velja rúmfatnað sem er ofin úr 100% bómull þar sem engum gerviefnum hefur verið bætt við. Gerviefni eru stundum ofin með í efnið til að gera efnið straufrítt á kostnað mýktar.

Gerð bómullar skiptir einnig miklu máli. Pima bómull er langþráða bómull og er því mýkri og vandaðri en aðrar gerðir bómullar og er því endingarbetri. Góður sængurfatnaður sem er ofinn úr 300-600 þráðum er þeim eiginleikum búinn að hann mýkist með tímanum.

Litaður rúmfatnaður á að vera unninn án skaðlegra efna, hvort sem er fyrir fólk eða umhverfið. Ef þessi atriði eru höfð í huga er öruggt að rúmfatnaðurinn veiti vellíðan.

Blómabeð