Persónuverndarskilmálar Lín Design
Lín Design er vefverslun, verslun og heildsala og er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu okkar kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið okkar er að viðskiptavinir séu upplýstir um hvernig Lín Design safnar og vinnur persónuupplýsingar.
Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga
Lín Design safnar upplýsingum um viðskiptavini og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.
Lín Design safnar persónuupplýsingum um viðskiptavini sína í þeim tilgangi; til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi.
Lín Design safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er möguleiki á að Lín Design geti ekki útvegað viðkomandi aðila vörur eða veitt þjónustu.
Miðlun persónuupplýsinga
Lín Design nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Fyrirtækið geymir aldrei persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.
Lín Design miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fengnu samþykki eða í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga. Lín Design er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum fyrirtækisins og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita viðskiptavinum þjónustu eða vöru sem viðskiptavinur hefur gert samkomulag um. Lín Design afhendir vinnsluaðilum einungis þær persónuupplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að ná framangreindum tilgangi.
Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir Lín Design trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni.
Öryggi gagna
Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja öryggi upplýsinga þegar keyptar eru vörur í gegnum vefsíðuna. Í þeim tilgangi notum við svokallaða SSL-dulritunartækni. Með SSL eru upplýsingarnar sem þú flytur frá tölvunni þinni dulritaðir yfir á vefþjón Lín Design
Óskir þú frekari upplýsingar hafðu þá samband við lindesign@lindesign.is