Samstarf við Rauða krossinn

Hjá Lín Design leggjum við okkur fram við að hanna og framleiða vistvænar vörur sem standast háar gæðakröfur. Við stefnum að því að minnka umhverfisfótspor okkar með því að draga úr notkun óvistvænna umbúða og auka endurnýtingu.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að taka þátt í endurnýtunarverkefni okkar og koma með notaðar Lín Design vörur til okkar. Sem þakkir fyrir þátttöku veitum við 20% afslátt af næstu kaupum. Ætlast er til að eldri vörur endurnýtist og við sendum þær áfram til Rauða krossins til frekari nýtingar.

Til að minnka umhverfisáhrif notum við endurnýtanlegar bómullarumbúðir í stað plast- og pappírsumbúða. Einnig bjóðum við íslenska saumaða innkaupapoka úr 100% bómull sem veita umhverfisvænan valkost við hefðbundna plastpoka.

Vörur okkar eru unnar úr hágæða bómull sem er ræktuð og unnin án skæðra efna. Rúmfatnaður er litaður með umhverfis- og húðarvænum litarefnum sem innihalda hvorki þungmálma, formaldehýð né önnur skæð efni.

Með þessu leggjum við okkar af mörkum til sjálfbærni, drögum úr sóun og hvetjum til umhverfisvænnar neyslu. Hjá Lín Design er samfélagsleg ábyrgð tekin alvarlega – við viljum skapa vandaðar vörur sem veita gleði, vellíðan og eru hluti af betra umhverfi.