Íslensk hönnun
Íslensk hönnun með hjartað í náttúrunni og menningunni
Lín Design sækir innblástur í íslenska náttúru, menningu og nýjustu tískustrauma. Við leggjum okkur fram um að hanna og framleiða hágæða, umhverfisvænar vörur á hagkvæmu verði.
Við erum afar stolt af því að styðja við íslenska framleiðslu og samfélagslega ábyrgð í gegnum sérstök verkefni eins og framleiðslu á ullarteppum, ilmvörum og servíettum.
Við veljum efni af kostgæfni, þar sem þráðafjöldi er hámarkaður til að tryggja einstaklega mjúkt og endingargott lín. Niðurstaðan er silkimjúkt efni þar sem gæði og þægindi fara saman. Umhverfisáhrif skipta okkur máli, og því höfum við hannað sérsaumaða innkaupapoka úr 100% bómull sem stuðla að sjálfbærri neyslu.
Lín Design vinnur markvisst að því að minnka notkun plastumbúða og annarra óumhverfisvænna efna. Í dag er stór hluti af vörum okkar pakkaður í efnisumbúðir úr bómull. Öll sængurverasett eru pökkuð í fjölnota bómullarumbúðir úr sama efni og sængurverin sjálf – fullorðinssængurverum fylgja með skrautpúðar, á meðan barnasængurver eru afhent í dúkkurúmfötum, svo barnið og dúkkan geti deilt sama hlýlega rúmfatnaðinum. Með þessu leggjum við okkar af mörkum til náttúrunnar og lágmörkum óþarfa úrgang.
Við erum einnig stolt af því að bjóða upp á þjóðbúningasvuntur sem byggja á íslenskri arfleifð og handverki. Þær sameina hefðbundna hönnun og nútímaleg efni, svo þær nýtist jafnt í daglegu lífi sem við sérstök tilefni.
Auk þess er heimilisvara okkar innblásin af íslenskri menningu, þar sem klassískir íslenskir munstur og náttúruleg efni mætast í vönduðum vörum sem skapa hlýlegt og stílhreint heimili.
Lín Design býður einnig upp á fatnað úr náttúrulegum efnum eins og Modal, sem er bæði mjúkt og umhverfisvænt. Modal er framleitt úr sjálfbærri viðarfrumu og er þekkt fyrir einstaka mýkt, öndun og endingu. Við leggjum áherslu á þægindi, gæði og sjálfbærni í fatnaði okkar, sem hentar bæði hversdags og í afslöppuðu andrúmslofti.
Vörurnar okkar skapa notalegt andrúmsloft með fjölbreyttum og vönduðum hönnunum. Þær sameina sígildan stíl og nútímalegt yfirbragð.
Við trúum því að vel hannaðir og vandaðir hlutir veiti bæði gleði og vellíðan. Með því að versla hjá Lín Design styður þú við íslenska hönnun, sjálfbæra framleiðslu og samfélagslega ábyrgð.




