Búðu barninu öruggan svefn

Búðu barninu öruggan svefn

Hjá Lín Design leggjum við mikla áherslu á að hanna og framleiða vandaðar og öruggar vörur fyrir yngstu kynslóðina. Við öxlum þetta hlutverk af ábyrgð og tryggjum að umhverfi barnsins sé eins öruggt og æskilegt er til að veita barninu róandi og góðan svefn.

Sængurfatnaður

Börn eru mun viðkvæmari en fullorðnir fyrir efnum sem innihalda sterk efni eins og formalín, þungmálma og aðrar hugsanlegar aukaafurðir. Því er mælt með að velja sængurfatnað sem er ofinn úr 100% bómull eða bambus og litaður með öruggu, húðarvænu litarefni. Sængurfatnaðurinn ætti einnig að passa vel utan um sængina til að tryggja góðan svefn og öruggan svefn.

Sængur og koddar

Rétt val á sæng er lykilatriði fyrir öryggi barnsins. Of stór sæng getur aukið hættu á köfnun, en rétt sniðin sæng sem er létt, veitir hlýju og er hólfuð tryggir betri svefn. Hólfun kemur í veg fyrir dúnninn færist til, sem er sérstaklega mikilvægt þegar barnið byrjar að hreyfa hendur og fætur. Góð hreinsun dúns er einnig nauðsynleg, þar sem rannsóknir hafa leitt í ljós að óhreinindi, frekar en dúnninn sjálfur, geta orsakað ofnæmi. Flest börn yngri en eins árs þurfa ekki kodda. Til að koma í veg fyrir að barnið fari undir sængina er mælt með að fætur barnsins nái upp að fótagafli.

Rúm og dýna

Veldu vandað ungbarnarúm sem tryggir öryggi barnsins. Þegar barnið er ársgamalt hefur meiri hreyfigetu er ráðlegt að lækka dýnuna svo barnið geti ekki klifið yfir rimlana. Rimlahlífar eru góð viðbót til að koma í veg fyrir að litlar hendur og fætur festist milli rimlanna.

Gömul dýna getur innihaldið ryk og rykmaura sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu barnsins. Því er ráðlagt að velja nýja dýnu sem passar nákvæmlega í rúmið. Þegar barnið fer að sofa er góð regla að fjarlægja alla skrautpúða og aukahluti úr rúminu til að tryggja öruggara umhverfi.

Mælt er með að lakið sé ofið úr 100% hreinni bómull eða bambus sem er hitatemrandi. Hér að lokum er eðlilegt að tryggja að hitastig í herbergi barnsins sé innan marka, en best er ef það helst milli 17-21°C.

Kostir OEKO-TEX-vottunar fyrir börn

OEKO-TEX-vottaðar barnavörur tryggja að engin skaðleg efni séu til staðar í efnunum sem koma í snertingu við viðkvæma húð barna. Þessi vottun veitir foreldrum hugarró og tryggir að vörurnar standist strangar kröfur um öryggi og sjálfbærni.

Bambus er umhverfisvænn kostur fyrir börn

Bambus er einnig frábært val fyrir barnavörur, þar sem hann er einstaklega mjúkur, ofnæmisprófaður og hefur náttúrulega hitastjórnunareiginleika. Bambusefni eru rakadræg og hjálpa til við að viðhalda jafnvægi í líkamshita barnsins, sem gerir þau fullkomin fyrir sængurfatnað og barnarúm. Auk þess er bambus sjálfbært efni sem vex hratt án skaðlegra varnarefna, sem gerir það að umhverfisvænum og heilnæmum kosti fyrir börn.

Stafrófið náttfatasett – Mjúk og endingargóð náttföt með íslenska stafrófinu
Lín Design barnasæng – 100% RDS og Oeko-Tex vottuð andadúnssæng. Val um 70×100 cm eða 100×140 cm