Plastprentun á barnavörum
Búðu barninu öruggt umhverfi – Hvers vegna er ekki plastprentun á barnafötunum?
Undanfarin ár hefur Evrópusambandið hafist handa við að rannsaka notkun plastefna sem oft finnast í barnavörum. Eitt efni sem hefur vakið sérstaka athygli í rannsóknum er þalöt (phthalates), sem er notað til að mýkja plastvörur. Hingað til hefur Evrópusambandið bannað sex gerðir af þalötum en fleiri eru til rannsóknar.
Jafnvel þó svo að enn sé of snemmt að fullyrða um heilsufarsleg áhrif benda sumar rannsóknarniðurstöður til þess að sumar tegundir af þalötum geti raskað eðlilegri hormónastarfsemi. Auk þess benda aðrar rannsóknir til þess að þessi efni geti tengst áhættu á því að þjórnist á sykursýki, astma og aðra sjúkdóma.
Lín Design tryggir öryggi barnsins
Vegna þessara rannsókna hefur Lín Design ákveðið að nota ekki plastprentun á barnaföt, enda geta þalöt verið hluti af framleiðsluferli plastprentunar.
Auk þess er einfalt að komast hjá notkun þalöta í barnafatnaði – með því að nota vandað efni og beita vönduðum saumaðferðum tryggjum við ánægju foreldra og öryggi barna.
Hægt er að lesa frekar um þalöd hér og með því að slá phthalates sem leitarorð í Google leitarvélinni.
- https://ust.is/hringrasarhagkerfi/graenn-lifstill/varasom-efni/listi-yfir-varasom-efni/thalot/
- http://www.besthealthmag.ca/look-great/beauty/the-truth-about-phthalates
- http://www.babycenter.com/0_phthalates-what-you-need-to-know_3647067.bc
- http://www.bcerc.org/COTCpubs/BCERC.FactSheet_Phthalates.pdf


