Hugmyndafræði
Hugmyndafræði Lín Design
Frá upphafi hefur Lín Design haft skýr markmið: að hanna og framleiða hágæðavörur sem draga innblástur frá íslenskri náttúru og menningu. Við leggjum mikla áherslu á að nota vönduð og valin efni til að tryggja þægindi og vellíðan fyrir viðskiptavini okkar.
Til að tryggja hámarksgæði eru bómullarvörurnar okkar framleiddar úr Pima-bómull sem er einstök vegna sinnar mýktar og endingar. Þessi tegund bómullar verður mýkri með hverjum þvotti og heldur gæðum lengur en hefðbundin bómull. Til að ná fram æskilegustu áferðinni og mýktinni, mælum við með að fylgja þvottaleiðbeiningum okkar.
Okkar markmið er að skapa hlýlegt og þægilegt umhverfi, hvort sem er á heimilum eða í verslun okkar. Við höfum lagt sérstaka áherslu á að gera verslunarrýmið okkar áhugavert og innblásandi, þar sem viðskiptavinir geta skoðað og upplifað fallega og vandaða vörulínu okkar.





