Gæðavottun bómullar
Hjá Lín Design leggjum við mikla áherslu á gæði og umhverfisvæna framleiðslu. Vörur okkar eru unnar úr vönduðu efni sem er ræktað og hreinsað án skæðra efna. Til að tryggja æskilegan mýkleika er bómullin unnin án klórs og annarra ertandi efna.
Umhverfisvænir litir & öruggar vottanir
Litarefnin sem notuð eru í framleiðslu Lín Design innihalda hvorki þungmálma né eiturefni og eru vönduð út frá bestu umhverfissýn. Framleiðsla okkar er vottuð skv. OEKO-TEX® staðli sem tryggir að engin skæð efni komi við sögu. Dúnvörur okkar eru auk þess vottaðar af RDS (Responsible Down Standard) og OEKO-TEX® sem tryggir siðferðilega og gæðamikla framleiðslu.
Formalínlaus efni fyrir heilbrigðara umhverfi
Sængurfatnaður Lín Design inniheldur ekki formalín, efni sem oft er notað til að gera efni straufrítt en getur valdið ofnæmi. Við leggjum mikla áherslu á þægindi og öryggi viðskiptavina okkar og þess vegna eru vörurnar okkar framleiddar með heilsu og vellíðan í huga.
Endingargóð gæðavara sem standast þrott
Litaður rúmfatnaður frá Lín Design er hannaður til að þola þvott þar sem gæðaefnin tryggja að litir og mýkleiki haldist. Við mælum þó með að fylgja þvottaleiðbeiningum sem fylgja vörunum til að tryggja langlífi.
Gleði og vellíðan í hverju smáatriði
Markmið okkar er að hanna og framleiða vandaðar vörur sem gleðja og veita vellíðan. Hvert efni sem við veljum er vandlega valið til að tryggja hámarks gæði og þægindi fyrir viðskiptavini okkar. Þegar þú velur vörur frá Lín Design velur þú gæði sem endast.





