Áttablaðarós með krosssaum !
Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós. Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun. Áttablaðarósin er byggð á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
Rúmfötin eru bróderuð með silfur krosssaum
Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 380 langþráða umhverfisvænni Pima bómull sem tryggir langa þræði , þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Sængurfatnaðurinn mýkist því vel og gera má ráð fyrir að mesta mýktin náist eftir 3-4 þvotta. Þvoist á 40 gráðum sjá nánari þvottalýsingu hér
Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni .
Rúmfötunum er pakkað í umvhverfisvænar umbúðir inn í glæsilegt púðaver (40X40) sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu
Stærð: 140X200 50X70 40X40