Hjartarfi rúmföt með útsaum
Hjartarfi er fínlegt mynstur og líkist hjartarfanum sem vex hvarvetna. Í náttúrunni eru stofnblöðin fjaðurskipt en aldinin hjartlaga, og af þeim dregur jurtin nafn sitt. Hjartarfi er tíunda blómamynstrið frá Lín Design. Líkt og með alla okkar hönnun er markmiðið að færa fegurð náttúrunnar inn til okkar. Þetta fínlega mynstur er hannað á rúmföt fyrir börn og fullorðna.
Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 380 þráða 100% umhverfisvænni Pima bómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Sængurverið lokast að neðan með tölum, koddaverin hafa tölulaust hliðarop sem smeygja má koddanum inn um. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina. Með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni .
Rúmfötunum er pakkað í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.