Tímalaus bolur með íslensku mynstri – mjúkur og þægilegur
Arna bolurinn sameinar hefðbundið íslenskt lopapeysumynstur og nútímalegt snið. Með síðum ermum og mjúku hálsmáli er hann fullkominn bæði við hversdags og fínni tilefni. Mynstrið dregur innblástur frá íslenskri handverkshefð og skapar hlýlega en stílhreina heildarmynd.
Bolurinn er úr hágæða 94% bómull og 6% teygju sem veitir góða öndun og hreyfigetu – mjúkur, hlýr og heldur vel lögun.
Hentar vel sem innsta lag eða eitt og sér með gallabuxum eða buxum úr línunni okkar.
🌿 Eiginleikar:
✔ Lopapeysumynstur að íslenskri fyrirmynd
✔ Mjúk og teygjanleg bómullarblanda
✔ Síðar ermar – klassískur og tímalaus stíll
✔ Létt efni sem andar vel
✔ Fáanlegur í svörtu og dröppuðu
✔ Stærðir: XS – XL
🧼 Þvottaleiðbeiningar:
Þvoist við 30°C með mildu þvottaefni. Ekki setja í þurrkara
♻️ Sjálfbærni & endurnýting:
Lín Design leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu og siðferðilega ábyrgð. Þegar flíkin er orðin lúin getur þú skilað henni til okkar og fengið 20% afslátt af nýrri. Við komum gömlu flíkinni til Rauða krossins þar sem hún fær nýtt líf – náttúran græðir, og vörurnar nýtast áfram.