Áttablaðarós 600 þráða satín rúmföt – Lín Design, Oeko-Tex vottað
Áttablaðarós rúmföt – Oeko-Tex vottuð lúxusbómull með endurnýtanlegu púðaveri
Áttablaðarósin er sígilt íslenskt munstur, sem hefur verið hluti af hefðbundnum íslenskum hannyrðum í aldaraðir. Hönnunin á þessum glæsilegu rúmfötum er byggð á mynstri úr sjónabók Jóns Einarssonar frá 18. öld, sem er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
Þessi lúxusrúmföt eru ofin úr 600 þráða Pima-bómullarsatíni, sem tryggir einstaklega mjúkan, þéttan og endingargóðan vefnað. Pima-bómullin er þekkt fyrir að anda vel og vera hitatemprandi, sem skapar fullkomið svefnumhverfi allt árið um kring. Með bróderaðri Áttablaðarós úr satínþræði fær rúmfataefnið fágað og nútímalegt útlit sem helst fallegt þvott eftir þvott.
100% langþráða Pima-bómull – silkimjúk og endingargóð
600 þráða satín vefnaður – veitir lúxusáferð
Andar vel og er hitatemprandi – stuðlar að svefngæðum
Bróderuð Áttablaðarós – innblásin af íslenskri hefð
Oeko-Tex vottuð framleiðsla – engin skaðleg efni
Sængurver með böndum að innan – heldur sænginni á sínum stað
Sjálfbærni í fyrirrúmi – 20% afsláttur við skil á eldri vöru
Þegar rúmfötin eru orðin lúin geturðu komið með þau til okkar og fengið 20% afslátt af nýjum. Við látum eldri rúmföt ganga áfram til Rauða krossins, þar sem þau fá framhaldslíf hjá þeim sem þurfa á þeim að halda.
Stærðir og innifalið í settinu:
Einstaklingsstærðir:
- 140×200 cm (1 stk sængurver)
- 140×220 cm (1 stk sængurver – fyrir lengri sængur)
- Innifalið: 1 stk 50×70 cm koddaver + 1 stk 40×40 cm púðaver
Hjónastærðir:
- 200×200 cm (1 stk sængurver – fyrir hjónarúm)
- 200×220 cm (1 stk sængurver – stærri hjónastærð/tvöföld sængurverastærð)
- Innifalið: 2 stk 50×70 cm koddaver + 1 stk 40×40 cm púðaver
Þvottur: 40°C (sjá þvottaleiðbeiningar á vöru)
Afsláttur við skil á eldri vöru
Við viljum stuðla að sjálfbærni! Þegar rúmfötin eru orðin lúin geturðu komið með þau til okkar og fengið 20% afslátt af nýjum rúmfötum.
Rauði krossinn sér til þess að varan fái framhaldslíf hjá þeim sem þurfa á henni að halda. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni og minni sóun.