Baldursbrá
Baldursbránna þekkja flestir enda sést hún víða á Íslandi og er hana að finna í ófáum villtum blómvöndum sem börnin týna sér til gamans. Talið er að Baldursbráin hafi komið til okkar með landnámsmönnum og því hefur hún verið með okkur um óralangt skeið. Útsaumurinn er fallega hvítur, gulur og grænn.
Baldursbrár rúmfötin eru ofin úr okkar allra bestu bómullarblöndu, 380 þráða 100% Pima bómull, sem mýkist með hverjum þvotti. Til að tryggja hámarks mýkt og endingu sérvöldum við bómullina. Gera má ráð fyrir mestri mýkt eftir 3-4
Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita, með mildu þvottaefni (án klórs) og ekki sé notað mýkingarefni (sjá þvottaleiðbeiningar).
Mynstrið er ofið í rúmfötin með þéttum útsaum. Útsaumurinn heldur sér, dofnar ekki né rýrnar við þvott. Eftir fyrsta þvott er gott að gufustrauja yfir útsauminn því það losar um þræðina, þeir mýkjast og slakna á ný. Útsaumurinn er úr 100% bómullarþráðum sem mýkjast vel og hnökra ekki.
Við pökkum rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.