Rúmfatasett úr múslín bómull
BJÖRK er ný barnalína frá Lín Design innblásin af skógarlífinu og náttúrunni. Fallegir jarðarlitir einkenna þessa fallegu barnalínu ljós, grænn og beis. BJÖRKIN er framleidd úr 100% lífrænni mjúkri bómullarmúslíni (muslin cotton). Muslin bómull þarf ekki að strauja efnið bylgjast og er einfalt að meðhöndla. Múslín bómullin er fullkomin fyrir viðkvæma húð barnsins þar sem það andar vel og heldur raka frá húðinni.
Efni: 100% lífræn múslín bómull
Stærð: 70×100 og 100×140 koddaver 35X50 ásamt auka sængurverasetti fyrir bangsann
Lín Design vörurnar eru OEKO-TEX ® STANDARD 100 vottaðar.
Sængurverið lokast að neðan með böndum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni.
Umbúðirnar eru umhverfisvænar og endurnýtanlegar, Rúmfötunum er pakkað í auka sængurverasett fyrir dúkkuna eða bangsann.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.