Náttúrulegur lúxus í svæfilsstærð
Lín Design lúxusdúnkoddi 40 × 40 cm er fylltur með 100% hreinum andadúni, án fiðurs. Dúnninn er einstaklega mjúkur, léttur og loftgóður og mótast fallega án þess að verða stífur – fullkominn í svæfla og minni kodda þar sem mýkt og form skipta máli. Passar fullkomlega í svæfilsver sem fylgir Lín Design rúmfötum
Allar dúnvörur frá Lín Design eru framleiddar með áherslu á gæði, hreinleika og ábyrgð.
Af hverju andadúnn?
-
Silkimjúkur & náttúrulegur stuðningur
-
Loftgóður & hitatemprandi – dregur í sig raka og sleppir honum aftur
-
Án fiðurs – engin stingandi fiður
-
Endingargóður – heldur eiginleikum sínum vel með réttri umhirðu
Ofnæmisvænn & heilnæmur
Dúnninn er hitahreinsaður við hátt hitastig sem tryggir hreinleika og gerir koddann ofnæmisvænan. Engin skaðleg efni eru notuð í framleiðslu.
Þvottaleiðbeiningar
-
Þvo við 40°C á viðkvæmu eða dúnprógrammi
-
Þurrka í þurrkara á vægan hita
-
Hrista reglulega í þurrkun til að viðhalda fyllingu og mýkt
Vottanir & ábyrg framleiðsla
-
RDS – Responsible Down Standard
Tryggir siðferðislega söfnun og rekjanleika dúnsins -
OEKO-TEX® Standard 100
Staðfestir að engin skaðleg efni séu í efnunum









