Eldey – silki og tencel
Eldey línan frá Lín Design er úr 65% mulberry silki og 35% tencel, lúxussængurfatnaður fyrir þá sem gera miklar kröfur.
Silkið og tencelið eru náttúrulegt efni, lúxus blanda af mjúku, léttu efni sem gefur góða öndun og hefur kælandi áhrif og verndar bæði húð og hár. Efnin vinna gegn fitumyndun bæði í hári og húð. Hentar vel viðkvæmri húð og vinnur gegn bólum og hrukkumyndun. Efnið dregur úr flóka í hári þar sem hárið rennur mjúklega með okkur þegar við hreyfum okkur í svefni. Eldeyin stuðlar að góðum svefni og heilbrigðu hári og húð.
Eldeyin er fáanleg í hvítu, antíkbleiku og silfurgráu í rúmfötum og stökum koddaverum
Þvoist á 30 gráðum fyrir viðkvæman þvott eða á silkiprógrammi og setjið ekki í þurrkara. Mælum með að nota milt þvottaefni eða þvottaefni fyrir silki einnig má nota milt shampoo