Fjallkonulöber – íslensk hefð í nútímalegum búningi
Fjallkonulöber er íslensk framleiðsla sem byggir á mynstri úr skautbúningasvuntunni, hannaðri af Sigurði Guðmundssyni málara á 19. öld. Þessi glæsilegi löber er hluti af borðstofulínu Lín Design og passar vel með servíettum í stíl. Hann sameinar hefðbundið íslenskt handverk og nútímalega hönnun – og fæst bæði með gull eða silfur bróderingu.
Fjallkonulöber mynstrið á sér djúpar rætur í íslenskri menningu og á að hluta til sama uppruna og mynstrið í skautbúningasvuntunni sem hannað var af Sigurði Guðmundssyni málara á árunum 1858–1860.
Frá upphafi hefur markmið hönnuða verið að sækja innblástur í íslenska náttúru og menningu – og Fjallkonulöberinn er falleg útfærsla á hönnun sem hefur staðist tímans tvenna.
✔ Fæst bæði með silfur eða gull bróderingu
✔ Hægt að fá servíettur, svuntur og ofnhanska í stíl
✔ Má þvo á 60°C (sjá nánari þvottaleiðbeiningar)


















