Fjöll og firnindi – 380 þráða Pima-bómull rúmföt með útsaumuðu mynstri
Tignarleg rúmföt innblásin af íslenskri náttúru.
Íslensk náttúra hefur lengi verið innblástur fyrir hönnuði Lín Design. Í þessu mynstri mætast smágróður og fjallatoppar – og úr verður stórbrotið og fallegt útsaumsmynstur. Fullkomið fyrir alla fjallagarpa og náttúruunnendur.
Rúmfötin eru ofin úr 380 þráða 100% umhverfisvænni Pima-bómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, silkimjúka áferð og varanlega endingu. Pima-bómullin er náttúrulega hitatemprandi og andar vel, sem stuðlar að þægilegu svefnumhverfi allt árið um kring.
Sængurverið lokast að neðan með tölum og er með böndum að innanverðu til að festa sængina á sínum stað. Koddaverin hafa hliðarop án tólulausra festa sem auðvelt er að smeygja koddanum inn um.
Bæði hvít og dúfugrá lök passa einstaklega vel við þessi rúmföt.
Eiginleikar:
✔ 100% umhverfisvæn Pima-bómull – silkimjúk og endingargóð
✔ 380 þráða satínvefnaður – lúxusáferð
✔ Útsaumsmynstur innblásið af íslenskum fjöllum og firnindum
✔ Andar vel og er hitatemprandi – stuðlar að betri svefni
✔ Sængurver með böndum að innan – heldur sænginni á sínum stað
✔ Lokun með tölum á sængurverum, hliðarop á koddaverum
✔ OEKO-TEX® vottuð framleiðsla – engin skaðleg efni
✔ Kemur í endurnýtanlegu 40×40 cm púðaveri/svæfilsveri í sama mynstri – aukið notagildi og minni sóun
✔ Sjálfbærni í fyrirrúmi – 20% afsláttur við skil á eldri vöru
Stærðir og innifalið:
📏 Einstaklingsstærðir
-
140×200 cm eða 140×220 cm sængurver
-
1 stk 50×70 cm koddaver + 1 stk 40×40 cm púðaver
📏 Hjónastærðir
-
200×200 cm eða 200×220 cm sængurver
-
2 stk 50×70 cm koddaver + 1 stk 40×40 cm púðaver
Þvottaleiðbeiningar:
Má þvo á 40°C. Forðastu mýkingarefni til að varðveita mýkt og endingu efnisins.
Sjálfbærni:
Við skil á eldri rúmfötum færðu 20% afslátt af nýjum. Eldri rúmföt fara til Rauða krossins og fá framhaldslíf hjá þeim sem þurfa á þeim að halda – hvort sem er til beinnar notkunar eða í vefnað.












