Þægilegar og stílhreinar unisex buxur fyrir hversdaginn
Flóki eru klassískar og stílhreinar unisex buxur úr mjúkri og endingargóðri bómullarblöndu. Efnið andar vel og er þægilegt allan daginn – hvort sem þú ert úti að sinna erindum eða að njóta kósý stundar heima.
Buxurnar eru með mjúku teygjubandi í mitti og hliðarvösum, sem gera þær praktískar og þægilegar. Efnið heldur lögun og lit, og hentar bæði til hversdagslegrar notkunar og í kósýsamveru.
🌿 Eiginleikar: ✔ Unisex snið – hentar öllum kynjum
✔ Mjúk og teygjanleg bómullarblanda
✔ Léttar og þægilegar – fullkomnar heima eða úti
✔ Vasar á báðum hliðum
✔ Stoff í mitti fyrir aukin þægindi
✔ Stærðir XS – XL
✔ Fáanlegar í svörtu
🧼 Þvottaleiðbeiningar:
Þvoist við 40°C með mildu þvottaefni.
♻️ Sjálfbærni & endurnýting:
Lín Design leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu og siðferðilega ábyrgð. Þegar flíkin er orðin lúin getur þú skilað henni til okkar og fengið 20% afslátt af nýrri. Við komum gömlu flíkinni til Rauða krossins þar sem hún fær nýtt líf – náttúran græðir, og vörurnar nýtast áfram.