Bandana Bib þríhyrndir slefsmekkir
Gjafasettið inniheldur 3 stk smekki 1 einlitan og 2 stk mynstraða. Stillanleg stærð með 2 hnöppum. Smekkirnir eru fóðraðir með mjúkri bómull í bakhliðinni sem heldur bleytu frá barninu.Smekkirnir henta einstaklega vel litlum ælupésum og halda börnunum þurrum þegar þau slefa.
BJÖRK er ný barnalína frá Lín Design innblásin af skógarlífinu og náttúrunni. Fallegir jarðarlitir einkenna þessa fallegu barnalínu ljós, grænn og beis. BJÖRKIN er framleidd úr 100% mjúkri bómullarmúslíni (muslin cotton). Fullkomið fyrir viðkvæma húð barnsins þar sem það andar og heldur raka frá húðinni. Muslin bómull þarf ekki að strauja efnið bylgjast og er einfalt að meðhöndla.
Efni: 100% múslín bómull
Stærð:18X14,5
Lín Design vörurnar eru OEKO-TEX ® STANDARD 100 vottaðar.
Þvoist á 40 gráðum (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar varan er orðin lúin þá er upplagt að koma með hana til okkar og fá aðra með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur vörunni til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.