Heimaey bambuslínan frá Lín Design er fyrir alla fjölskylduna.
Línan inniheldur rúmföt í öllum stærðum (börn og fullorðnir) lök, stök koddaver og augngrímur og hentar þeim sem vilja einstaka upplifun í svefnherberginu. Bambus rúmfatnaður veitir notalegan svefn hann heldur líkamanum svölum með því að draga úr raka og svitamyndun, á meðan bambusþræðirnir varðveita hitann og veita þér fullkomið hitastig.
Bambusinn í rúmfötunum er ofin úr 400 þráða lífrænum bambus sem tryggir einstaka mýkt og góða endingu. Bambus þræðir hafa svipaða eiginleika og silki og eru einstakir að gæðum, hitatemprandi, einstök mýkt, öndun, bakteríudrepandi og rakadrægir. Þeir fara nánast eins með húð og hár eins og silki. Hentar einstaklega vel þeim sem eru með viðkvæma húð og vilja eiturefnalaus rúmföt úr náttúrulegum efnum. Lín Design vörurnar eru OEKO-TEX ® STANDARD 100 vottaðar.
Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina. Með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni. Þvoist við 30° C (sjá þvottaleiðbeiningar) og má eingöngu þurrka á kaldri stillingu.
Fullorðinsstærðir: 140X200 -140X220 – 200X200 – 200X220 , koddaver 50X70 og 2 stk fylgja 2 földum sængurverum.
Rúmfötunum í fullorðinsstærðum er pakkað inn í glæsilegt púðaver (40X40) sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá fleiri hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu.
Barnastærðir 70X100 og 100X140, koddaver 35X50. Barnarúmötunum fylgja eins rúmföt fyrir bangsann.
Litir: Drappaður, grár og hvítur
Þvoist við 30° C (sjá þvottaleiðbeiningar) og má eingöngu þurrka á kaldri stillingu
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.