Hjartarfi koddaver
Hjartarfi er fínlegt mynstur og líkist hjartarfanum sem vex hvarvetna. Í náttúrunni eru stofnblöðin fjaðurskipt en aldinin hjartlaga og af þeim dregur jurtin nafn sitt.
Hjartarfi er tíunda mynstrið sem sótt er í íslenska náttúru. Líkt og með alla okkar hönnun er markmiðið að færa fegurð náttúrunnar inn til okkar. Þetta fínlega mynstur er hannað á rúmfatnað fyrir börn og fullorðna.
Mynstrið er bróderað í 380 þráða Pima bómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu.
Koddaverið kemur í stærð 50X70 í gráu og hvítu.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).